Mótanefnd tekin til starfa

Ný fastanefnd var skipuð á síðasta aðalfundi sem er mótanefnd.

Ákveðið var að stjórn  mótanefndar yrði formaður hennar sem yrði kosinn á fundi, og svo formenn riffilnefndar, haglanefndar og skammbyssunefndar. Einnig yrði þar formaður bogfiminefndar þegar sú deild tæki til starfa.

Formaður mótanefndar er Jóhann Þórir Jóhannsson.
Hefur nefndin fundað einu sinni og er stefnt að reglulegum fundum. Ákveðið var að undirbúa móta og æfingasrká fyrir sumarið, þótt við vitum ekki að fullu hvernig sumarið verður með tilliti til sóttvarnaráðstafana. Þó er betra að hafa einhver plön þannig að við getum sett eitthvað starf af stað verður það leyft.
Eins og staðan er núna þá eru æfingar og mót leyfð frá 15. apríl.

Við viljum hvetja félagsmenn að hafa samband við mótanefnd, eða formenn fastanefnda ef þið hafið áhuga á að taka þátt í starfinu, hvort sem það er að koma að mótum, æfingum eða öðrum viðburðum. Við leitum því að áhugasömu fólki til að taka þátt í þessu starfi með okkur.

Eftirfarandi eru formenn fastanefndanna og tölvupóstfang þeirra:

Mótanefnd:
Jóhann Þórir Jóhannsson - johann[hjá]skyttur.is

Riffilnefnd:
Bjarki Eiríksson - bjarkieiriks[hjá]gmail.com

Haglanefnd:
Einar Þór Jóhannsson - moldnupur[hjá]gmail.com

Skammbyssunefnd:
Magnús Ragnarsson - maggir[hjá]skyttur.is

Stjórnin