Skotmörk - stál og battar

Áminning vegna skotmarka.

Á silhouettubraut félagsins voru settir upp sighterar til að skjóta á með .22LR en því miður hafa gestir á skotæfingasvæðinu skotið á það með miðkveiktum rifflum og skemmt sighterana þrátt fyrir að það hafi verið sendir út póstar og merkt að brautin sé aðeins fyrir cal .22LR standard. Þessi stálskotmörk eru ekki gerð fyrir neitt annað og nú er svo komið að þessi skotmörk eru meira og minna ónýt.

Við viljum því árétta og biðja félagsmenn og gesti að virða það að skjóta ekki á neitt annað en þau skotmörk sem eru sett upp á svæðinu og þá aðeins með þeim hylkjum sem má nota. Á silhouettubrautinni má aðeins nota .22LR skot, annað skemmir skotmörkin.

Til að þessar upplýsingar séu ennþá skýrari hefur Gísli Steinar Jóhannsson, félagsmaður hjá okkur búið til kort af svæðinu til að lýsa völlunum og því helsta í kring um þá sem mun nýtast vel til að átta sig á því hvaða völlur er hvað og hvað má nota hvar. Kunnum við honum þakkir fyrir það.

Jafnframt fór hann ásamt Viðari Rúnari að finna til stálskotmörk ætluðum fyrir riffla með miðkveikt hylki, þ.e. fyrir öll kaliber. Til að stál þolið það þarf að nota hardox stál og eru þessi skotmörk úr hardox 500 og 10mm þykkt. Verða þessi skotmörk sett upp á riffillvelli á 100, 200, 300 og 500 metrum fyrir félagsmenn til að nýta og geta félagsmenn svo málað stálskotmörkin sjálfir eftir notkunn. Þökkum við þeim þetta framtak.

Það er mikilvægt á skotvöllum að ekki sé skotið á önnur skotmörk en þau sem eru uppi. Það veldur félaginu miklu tjóni þegar skotið er á uppstöður, staura eða annað sem ekki er ætlað að skjóta á. Það eru yfirleitt tex plötur, skrúfur og annað á svæðinu og ef það vantar batta eða eitthvað annað þá eru félagsmenn hvattir til að laga það, enda engir starfsmenn hjá félaginu og að öðrum kosti láta félagið vita um það sem vantar, en ekki bara skjóta á það sem ekki er ætlað til að skjóta á. 

Meðan á framkvæmdum við riffillhúsið standa yfir verður aðstaðan takmörkuð en búið er að setja upp batta á 300 og 500 til að hengja upp pappírsskotmörk og verið er að setja stálskotmörkin jafnóðum þannig að hægt er að æfa í sumar.

Vonum að félagsmenn og gestir geti nýtt þessi stálskomörk í sumar.