Nýtt Íslandsmet í 300m liggjandi

Nýtt Íslandsmet var slegið í dag í 300 metra liggjandi á Landsmóti sem var haldið í dag á Skotsvæðinu á Geitasandi.
7 keppendur mættu til leiks og var keppt í tveimur riðlum.

Arnfinnur Jónsson var í fyrsta sæti og setti jafnframt nýtt Íslandsmet með 579 stig.

Guðmundur Óskarsson var í öðru sæti með 546 stig
Theodór Kjartansson var í þriðja sæti með 541 stig

A sveit Skotfélags Kópavogs var í fyrsta sæti í sveitakeppni með 1591 stig
A sveit Skotdeildar Keflavíkur var í öðru sæti í sveitakeppni með 1518 stig

Innanfélagsmót í 50BR

Innanfélagsmót í 50m Benchrest

Þetta er hugsað sem skemmtimót þar sem verður skotið á 50m Benchrest skífuna en engar takmarkanir á rifflum aðara en þeir verða að vera 22LR og skotið af borði

Sjá almennt um greinina hér:

http://skyttur.is/50metra-benchrest

Mótsgjald 1000 kr.

15 ágú 2017 - 20:00

GæsaSkyttu mótið 2017

GæsaSkyttu mótið er innanfélagsmót í haglaskotfimi. Núna styttist í gæsatímabilið og margar gæsaskyttur eru í félaginu. Því setjum við upp keppni þar sem skotið er á 25 dúfur úr turninum af palli 7 (Pallurinn við litla húsið).

Skotið verður í 5 skota lotum, 5 sinnum. Fyrstu þrjú skotin eru úr turni og svo kemur double og þarf að skjóta úr turninum fyrst og svo úr markinu. Allir klára eina lotu og svo byrjar röðin upp á nýtt.

Aðeins má setja eitt skot í byssu í einu fyrir fyrstu þrjú skot og svo tvö fyrir double.

17 ágú 2017 - 20:00

Búið að tengja vatnið

Og það koma vatn... Búið er að setja niður og tegja brunndæluna. Fljótlega fór að renna ferskt og tært vatn. Smá frágangur eftir en hægt að fá vatn í kaffið og sturta niður!

Skotpróf 2017

Það fer að styttast í 1. Júlí en allir verða að hafa lokið skotprófi þá til að geta fengið hreindýr, hafið þeir fengið það úthlutað.

Við verðum á svæðinu með opið valda daga til 1. Júlí. Verður þessi síða uppfærð jafnóðum. Mælst er til þess að menn komi í skotpróf æfðir.

Próf eru á eftirfarandi tímum:

Miðvikudaginn 28. júní frá 18:00 - 22:00 - Æfingatími frá kl. 16 - 18.
Prófdómari: Jón Þorsteinsson 892-6790

Fimmtudaginn 29. júní frá 20:00 - 22:00 - Æfingatími frá 17 - 20.
Prófdómari : Magnús Ragnarsson 868-0546

Skotvopnanámskeið 2017

Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að fá skotvopna og veiðikortanámskeið haldið í Rangárvallarsýslu á þessu ári, annaðhvort að vori eða hausti. Bóklegi hlutinn gæti verið haldinn á Hellu, Hvolsvelli eða í félagsaðstöðu skotfélagsins, og verklegi hlutinn á skotæfingasvæði félagsins á Geitasandi.

Ef næst að safna saman í a.m.k. 10 þáttakendur þá verður hægt að halda námskeið í héraði.

Námskeiðin eru að jafnaði haldi á tveimur tímabilum og eru birt á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust en einnig á að vera hægt að fara beint inn á www.veidikort.is :
·        Vornámskeið – frá 24. apríl – 11. júní
·        Haustnámskeið – frá 21. ágúst – 1. nóvember.

Því er óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga skrái sig á listann, en hann er eingöngu til að kanna grundvöll fyrir námskeið í héraði á vegum Umhverfisstofnunar. Það þarf að lágmarki 10 þáttakendur sem hafa verið samþykktir af lögreglu til að sækja námskeið og greiða námskeiðsgjöld. ​Ef ekki næst næg þáttaka verður ekki haldið námskeið hér í héraðinu.

Lágmarksfjöldi þáttakenda verður að liggja fyrir ekki síðar en 18. Janúar. (Smelltu á "Lesa meira" hér á forsíðu)

Vinnudagur 29.01.16

Vinnudagur á skotsvæðinu.

Tiltekt í félagsaðstöðu og gera fínt fyrir aðalfund.

Fara yfir verkefni í húsinu eins og varðandi gluggalista og fleirra.

Undirbúa tengingu vatnslagnar við brunn.

Drekka kaffi og spjalla við félagsmenn.

29 jan 2017 - 14:00

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Skotfélagsins Skyttur 2017

Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins. Auk þess eru störf aðalfundar þessi:

16 feb 2017 - 20:00

Landsmót í 300 metra riffli

Landsmót Stí í 300 metra riffli verður haldið á skotsvæði Skotfélagsins Skyttur þann 12. ágúst 2017.

Mótið hefst kl. 10:00

Mótsgjald er 4.500 kr.

Skráning fer fram hjá hverju félagi fyrir sig og verður að senda skráningar á STÍ fyrir hádegi 09.08.2016.

12 ágú 2017 - 10:00

Lyklabox á félagshúsi

Búið er að setja upp lyklaskáp á félagshúsið. Félagsmenn geta haft samband við stjórn eða í tölvupósti: skotfelag[hjá]skyttur.is til að fá kóðann.

Síður

Subscribe to Skotíþróttafélagið Skyttur RSS