Fræðandi fyrirlestur hjá Arnóri

Arnór Óli Ólafsson var með mjög áhugaverðan fyrirlestur í gærkvöldi á skotsvæðinu um haglaskotfimi. 6 mættu á námskeiðið og vorum menn mjög ánægðir með þetta. Var þetta góður undirbúningur fyrir leirdúfuvertíð sumarsins. Þökkum við Arnóri kærlega fyrir þetta.

Skotnámskeið í Skeet

Námskeið í skeet skotfimi. Sigurþór R. Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í skeet skotgreininni ætlar að vera með kennslu í skeet skotfimi fyrir félagsmenn. Námskeiðið er um 2.5 klst og er farið yfir helstu þætti skotfiminar. Þetta námskeið er ætlað byrjendum og lengra komna.

Þáttakendur koma með haglabyssu, hlífðargleraugu, eyrnaskjól og góða skapið. Einnig komi menn með skot en gert er ráð fyrri að hver skjóti 75 - 100 skotum að jafnaði. Minnum á að aðeins er heimilt að nota stálhögl á leirdúfuvellinum.

4 jún 2016

Skeet-létt sumarmótið

Innanfélagsmót - skeet-létt sumarmótið

Þetta er mót þar sem keppt er með Skeet-létt fyrirkomulaginu. Hafa félagsmenn möguleika á því að skjóta 10 hringi en þrír bestu telja. Einn hring hvert miðvikudagskvöld í sumar.

Fyrirkomulagið er þannig að einungis má taka einn hring, á hverju opnu kvöldi og verður að tilkynna það áður en leikurinn hefst. Alltaf þarf að vera annar á vellinum til að staðfesta hringinn.

Eftir sumarið eru teknir saman 3 bestu hringirnir og heildarstigin telja.

1 jún 2016

Æfingakvöld -fyrsta sumaropnun

Opið er á miðvikudagskvöldum í sumar frá kl. 19:00 til 22:00.

Þetta er fyrsta opna kvöldið fyrir alla til að hittast og koma sér af stað.

Verður leirdúfuvöllurinn opinn og hægt að vera á riffilbraut. 

Tilvalið að hittast, spjalla og skjóta.

Ef enginn er mættur kl. 20:30 geti þó svæðinu verið lokað svo umsjónamenn þurfi ekki að vera þar einir of lengi.

4 maí 2016

Ný síða

Verið er að smíða nýja síðu fyrir félagið. Er hún keyrð á Drupal kerfi og á að vera hægt að finna allar helstu upplýsingar umfélagið hér og meira til.

Verið er að gera tilraunir með viðburðadagatal svo að hægt sé að setja inn viðburði ásamt fréttum sem verða þá sýnileg á forsíðu

Síður

Subscribe to Skotíþróttafélagið Skyttur RSS