Gæsaskyttan 2019

GæsaSkyttu mótið er innanfélagsmót í haglaskotfimi. Núna styttist í gæsatímabilið og margar gæsaskyttur eru í félaginu. Því setjum við upp keppni þar sem skotið er á 25 dúfur úr turninum af palli 7 (Pallurinn við litla húsið).

Skotið verður í 5 skota lotum, 5 sinnum. Fyrstu þrjú skotin eru úr turni og svo kemur double og þarf að skjóta úr turninum fyrst og svo úr markinu. Allir klára eina lotu og svo byrjar röðin upp á nýtt.

Aðeins má setja eitt skot í byssu í einu fyrir fyrstu þrjú skot og svo tvö fyrir double.

Mótsgjald er 2.500 kr og eru allir félagsmenn gjaldgengir.

Skylt er að nota heyrnaskjól og hlífðargleraugu. Aðeins má nota 24 eða 28 gr. stálskot.

Það má mæta í gæsagallanum!

Skráning hér fyrir neðan:

Dagsetning: 
Fimmtudagur, 25 júlí, 2019 - 19:00 to Föstudagur, 26 júlí, 2019 - 21:45
Staðsetning: 
Skotsvæðið
Geitasandi
851 Hellu
 
1 Hefst 2 Lokið
Drupal spam blocked by CleanTalk.
CAPTCHA
Þessi spurning er til þess að prófa hvort að þú sért maður eða tölva
13 + 0 =
Leystu þetta einfalda reiknidæmi og settu inn niðurstöðuna. T.d. fyrir 1 + 3, settu inn 4.