Um skotfélagið

Skotfélagið Skyttur er íþróttafélag sem staðsett er í Rangárvallarsýslu. Skotfélagið er í HSK, STÍ og ÍSÍ og markmið félagsins eru eftirfarandi:

  1. Að stunda iðkunn skotíþrótta og bogfimi.
  2. Að vinna að eflingu skotíþróttarinnar.
  3. Að koma upp sem bestri aðstöðu til skotiðkunar fyrir félagsmenn
  4. Að kenna meðferð skotvopna og vinna gegn ógætilegri notkun þeirra.
  5. Að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um þau grundvallarréttindi skotíþróttamanna að þeim sé heimilt að eiga og nota þau skotvopn sem ætluð eru til hverskonar íþróttaiðkunar í heiminum
  6. Að stuðla að bættri veiðimenningu.

Stefna skotfélagsins er að koma upp fyrirmyndaraðstöðu til iðkunnar á öllum helstu skotgreinum sem stundaðar eru á Íslandi.