Skip to main content
Forsíða
Skotíþróttafélagið Skyttur

Main navigation

  • Um félagið
    • Merkið
    • Stjórn
    • Fundargerðir
    • Leyfi
    • Verðskrá
    • Gerast félagsmaður
    • Búningar
    • Hafa samband
  • Starfsemi
    • Ungmennastarf
    • Æfingasvæðið
    • Allir viðburðir
    • Mótaskrá
    • Æfingaáætlun
    • Bogfimi
  • Fróðleikur
    • Skotgreinar
    • Styrktaraðilar
    • Hreindýrapróf
    • Íþróttasambönd
    • Spjallsvæðið
    • Önnur félög
  • Lög og reglur
    • Lög félagsins
    • Öryggisreglur
    • Siðareglur
    • Persónuverndarstefna
    • Byssuleyfi

Eitt gull og tvö silfur á landsmóti í loftskammbyssu (AP60)

Dags
18 mars, 2023

Skotíþróttafélagið Skyttur átti sex keppendur á landsmóti í loftskammbyssu sem haldið var í Digranesi laugardaginn 18. mars 2023.

Aldrei hefur skotfélagið Skyttur átt fleiri keppendur á móti. Fjórir keppendur voru á sínu fyrsta móti og keppti félagið jafnframt í fyrsta skipti í liðakeppni. 

Elín Kristín Ellertsdóttir fékk silfur í stúlknaflokki og skaut 428 stig. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti með glæsilegum árangri. Elín byrjaði að æfa loftbyssu í unglingaflokki í febrúar.

Óðinn Magnússon fékk gull í drengjaflokki og skaut 504 stig og náði þeim árangri að skjóta sig upp fyrir 500 stig í móti. Þetta er gríðarlega góður árangur. Óðinn hefur æft loftskammbyssu síðan haustið 2021.

Í karlaflokki kepptu Emil Kárason (477), Magnús Ragnarsson (528), Einar Þór Jóhannsson (429)  og Viggó Guðlaugsson 461 og eru flestir að keppa á sínu fyrsta móti.

A-lið SKS í karlaflokki skipuðu Emil Kárason, Magnús Ragnarsson og Óðinn Magnússon og var samanlagður stigafjöldi 1509 stig sem tryggði liðinu silfur á mótinu en fjögur lið voru skráð í karlaflokki.

Við erum mjög stolt af árangi félagsins á þessu móti og sérstaklega unglingunum sem eiga framtíðina fyrir sér.

  • Úrslit loftskammbyssa stúlknaflokki
  • Unglingaflokkur loftskammbyssa
  • Úrslit loftskammbyssa drengjaflokki
  • Óðinn Magnússon loftskammbyssa
  • Elín Kristín Ellertsdóttir loftskammbyssa
  • Einar að taka smá pásu
  • Viggó á braut
  • 2. sætið í liðakeppni AP60M
Tengt Efni
Loftskammbyssa
Landsmót
STÍ

Á döfinni

Áskriftir / æfingagjöld

Sportabler

Skotíþróttafélagið Skyttur
Skotíþróttafélagið Skyttur kt. 420409-1330 - Geitasandi, 850 Hella - Reikningsnúmer: 182-26-4204 - skotfelag[hjá]skyttur.is
Höfundarréttur © Magnús Ragnarsson.. Öll réttindi áskilin.
Powered by Drupal