Íslandsmót í loftskammbyssu var haldið í dag í Egilshöll og áttum við 8 keppendur og eigum Íslandsmeistara, gull, silfur og brons eftir þetta mót.
Loftskammbyssa
Skotíþróttafélagið Skyttur átti sex keppendur á landsmóti í loftskammbyssu sem haldið var í Digranesi laugardaginn 18. mars 2023.
Aldrei hefur skotfélagið Skyttur átt fleiri keppendur á móti. Fjórir keppendur voru á sínu fyrsta móti og keppti félagið jafnframt í fyrsta skipti í liðakeppni.
Elín Kristín Ellertsdóttir fékk silfur í stúlknaflokki og skaut 428 stig. Hún var að keppa á sínu fyrsta móti með glæsilegum árangri. Elín byrjaði að æfa loftbyssu í unglingaflokki í febrúar.
Þann 12. mars var haldið Landsmót loftgreina í Digranesi.
Í loftskammbyssu karlaflokki var efstur Magnús Ragnarsson úr Skyttum með 528 stig, annar var Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 495 stig og þriðji var Guðni Sigurbjarnason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 472 stig.
Í loftskammbyssu drengjaflokki var efstur Óðinn Magnússon úr Skyttum með 475 stig og annar var Sigurgeir Máni Heiðarsson úr Skotfélagi Keflavíkur með 346 stig.
Í loftskammbyssu stúlknaflokki var efst Sóley Þórðardóttir frá Skotfélagi Akureyrar með 522 stig.
Landsmót Stí í loftgreinum var haldið 04.12.2021 í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur. Alls voru 16 keppendur skráðir og einn keppandi sem keppti í báðum greinum.
Tveir keppendur frá Skyttum kepptu á Íslandsmeistaramóti í loftskammbyssu þann 6. nóvember síðastliðinn.
Magnús Ragnarsson frá Skyttum lenti í öðru sæti á mótinu með 548 stig
Óðinn Magnússon varð Íslandsmeistari í unglingaflokki karla með 447 stig. Óðinn er 15 ára og nýbyrjaður í greininni og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Hægt er að sjá úrslit mótsins hér: https://sti.is/wp-content/uploads/2021/11/2021-AP60-Islmot-6nov.pdf