Námskeið í leirdúfuskotfimi unglinga
Námskeiðið er tvö kvöld fyrir unglinga í skotfimi með haglabyssu. Emil Kárason og Magnús Ragnarsson verða leiðbeinendur og munu kenna verklega kennslu í að skjóta á leirdúfur með haglabyssu. Skeet er ólympísk skotgrein og verður farið í grunnatriði í skotfimi og fá þáttakendur leiðsögn við skotfimina. Einnig verður kennsla í fyrirlestrarformi þar sem farið verður í gegnum byssuna, skotin, regluverk í kringum skotgreinina og upplýsingar um íþróttastarfið á íslandi ásamt öðru sem nýtist þátttakendum.