Félagið fór í það að kaupa 6 notaðar loftbrautir fyrir loftsalinn. Til stendur að stækka hjá okkur og fara næstu vikur í að undirbúa það. Brautirnar eru af sömu gerð og fyrir voru en þó með led lýsingu og litaskjám. Þær eru einnig búnar liftum sem þýðir að hægt verður að stilla hæðina á þeim fyrir liggjandi loftriffill og loftriffill í hnéstöðu.