Áminning vegna skotmarka.
Á silhouettubraut félagsins voru settir upp sighterar til að skjóta á með .22LR en því miður hafa gestir á skotæfingasvæðinu skotið á það með miðkveiktum rifflum og skemmt sighterana þrátt fyrir að það hafi verið sendir út póstar og merkt að brautin sé aðeins fyrir cal .22LR standard. Þessi stálskotmörk eru ekki gerð fyrir neitt annað og nú er svo komið að þessi skotmörk eru meira og minna ónýt.